Gul viðvörun: Vatnavextir og krapaflóð

Hvítá flæddi yfir bakka sína í janúar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið en mikilli úrkomu og leysingum er spáð á miðvikudag og fimmtudag.

Viðvörunin er í gildi á Suðurlandi frá kl. 16 í dag, þriðjudag, til kl. 12 á hádegi á fimmtudag.

Leysingarnar munu valda vatnavöxtum í ám og lækjum á Suðurlandi. Spáð er hlýjum sunnanáttum með rigningu á Suður- og Vesturlandi og leysingum um allt land. 

Reikna má með vatnavöxtum og auknum líkum á krapaflóðum. Fólk er hvatt til þess að hreinsa frá niðurföllum og fráveituskurðum. 

Fyrri greinAnnar áfangi breikkunar Suðurlandsvegar boðinn út
Næsta greinBrynja og Árni Sigfús sigruðu í parafiminni