Gul viðvörun: Varasamt ferðaveður

Veðurguðirnir eru mjög tvístígandi þessa dagana. sunnlenska.is/Jóhanna SH

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá klukkan 10 á þriðjudagsmorgun til klukkan 6 á miðvikudagsmorgun.

Gert er ráð fyrir suðvestan 15-20 m/sek með hagl- og slydduéljum og snörpum vindhviðum við fjöll.

Veðurstofan segir að ferðaveður verði varasamt og er fólk hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum hlutum til að forðast tjón.

Útsýnið næstu daga. sunnlenska.is/Jóhanna SH
Fyrri greinÍbúakönnun um breytt deiliskipulag í miðbæ Selfoss
Næsta greinGrýlupottahlaup 6/2023 – Úrslit