Gul viðvörun: Úti er ennþá að snjóa

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna snjókomu á Suðurlandi frá klukkan 6 í fyrramálið til klukkan 17 síðdegis.

Gert er ráð fyrir snjókomu og litlu skyggni á köflum, einkum undir Eyjafjöllum og í Fljótshlíð. Líklegt má teljast að erfiðleikar gætu orðið í samgöngum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Á Suðausturlandi verður suðaustan hríð, 10-18 m/sek og skafrenningur og líkur á samgöngutruflunum. Viðvörunin gildir þar fram að miðnætti.

Fyrri greinEitt silfur og tvö brons á Vormóti JSÍ
Næsta greinUppsveitir unnu stórsigur – Stokkseyri fékk skell