Gul viðvörun um allt land

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun um allt land næsta sólarhringinn. Hún gildir á Suðurlandi frá miðnætti í kvöld, til klukkan 21 annað kvöld.

Gert er ráð fyrir norðan stormi eða roki, 18-28 m/sek og búast má við mjög snörpum vindhviðum, staðbundið yfir 35 m/sek einkum í Mýrdal og í Öræfum.

Það getur verið varasamt að vera á ferðinni og samgöngutruflanir á Suðurlandi eru líklegar. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Fyrri grein„Búnir að sakna þess að spila fyrir fólk“
Næsta grein104 milljón króna miði á Selfossi