Gul viðvörun: Stormur undir Eyjafjöllum

Þjóðvegur 1 undir Eyjafjöllum. sunnlenska.is/Jóhanna SH.

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suður- og Suðausturland sem gildir frá föstudagsmorgni fram á laugardag.

Á Suðausturlandi er gert ráð fyrir hvassviðri eða stormi og asahláku. Viðvörunin gildir á milli kl. 6 og 18 á föstudag.

Þar er gert ráð fyrir hvassviðri eða stormi, talsverðri rigningu og ört hækkandi hitastigi, einkum undir Vatnajökli og í Mýrdalnum. Í Mýrdal og Öræfum verða mjög snarpar vindhviður, staðbundið yfir 40 m/sek. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Búast má við samgöngutruflunum og sandfoki og eru afmarkaðar lokanir á vegum líklegar.

Á Suðurlandi verður öllu hægara veður en undir Eyjafjöllum verður hvassviðri eða stormur, 15-23 m/sek og mjög snarpar vindhviður. Viðvörunin gildir frá kl. 9 á föstudagsmorgun til kl. 7 á laugardagsmorgun.

Fyrri greinEmilía Hugrún lætur sig Dreyma
Næsta greinStefán ráðinn byggingarfulltrúi