Gul viðvörun: Stormur syðst á landinu

Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi vegna norðaustan storms undir Eyjafjöllum og í Mýrdalnum.

Viðvörunin tók gildi kl. 4 í nótt og gildir til kl. 20 í kvöld.

Gert er ráð fyrir norðaustan 15-23 m/sek og hviðum upp í 35 m/sek. Varasamt verður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni.

Á Suðausturlandi gildir viðvörunin til kl. 14 á miðvikudag. Þar verður vindhraðinn 18-25 m/sek og hviður allt að 40 m/sek, hvassast í Öræfum.

Fyrri greinAðventuganga og jólatré í Alviðru
Næsta greinSparifatasláin slær í gegn