Gul viðvörun: Stormur og rigning

Þjóðvegur 1 undir Eyjafjöllum. sunnlenska.is/Jóhanna SH.

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland og Suðausturland sem gildir frá kl. 13:00 í dag og fram að miðnætti.

Gert er ráð fyrir austan stormi, 13-23 m/sek og rigningu. Hvassast verður undir Eyjafjöllum og við Reynisfjall en vindhviður gætu farið yfir 40 m/s.

Fyrri greinAnna Jóa – listamannsspjall og leiðsögn
Næsta greinAf hverju þarf þetta að vera svona flókið?