Gul viðvörun: Stormur og ofankoma

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá kl. 20 í kvöld og fram yfir miðnætti.

Gert er ráð fyrir suðaustan 15-23 m/sek með snjókomu og slyddu en uppúr miðnætti byrjar að rigna.

Búast má við erfiðum akstursskilyrðum við þessar aðstæður og eru ökumenn beðnir um að fara varlega.