Gul viðvörun: Stormur og hláka

Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir fyrir Suðurland frá kl. 13:00 – 20:00 á sunnudag.

Gert er ráð fyrir 15-23 m/sek með slyddu og síðar rigningu. Hækkandi hitastig, aukið afrennsli og vatnavextir í ám og lækjum. 

Fólk er hvatt til að sýna aðgát og mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. 

Fyrri grein„Starfsfólkið hefur unnið kraftaverk á erfiðum tímum“
Næsta greinBúið að opna Hellisheiði