Gul viðvörun: Stormur í nótt

Þjóðvegur 1 undir Eyjafjöllum. sunnlenska.is/Jóhanna SH.

Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi frá klukkan 22 í kvöld til klukkan 5 í fyrramálið.

Gert er ráð fyrir norðaustan stormi, 18-25 m/sek, austast á svæðinu með rigningu eða slyddu og snörpum vindhviðum. Verstu hviðurnar gætu orðið yfir 40 m/sek undir Eyjafjöllum, í Fljótshlíðinni og í Vestmannaeyjum.

Veðurstofan varar við því að hætta er á foktjóni og mögulegt er að hættuleg akstursskilyrði skapist. Í það minnsta má lofa að slæmt ferðaveður verður á meðan viðvörunin er í gildi.

Fyrri greinSelfoss vann í spennuleik
Næsta greinSeiglan færði Selfyssingum mikilvægt stig