Gul viðvörun: Stormur fram á nótt

Í dag hvessir af suðaustri á suðvesturlandi og hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland þar sem búist er við stormi síðdegis og fram á nótt.

Gula viðvörunin er í gildi frá klukkan 16 í dag til klukkan 5 í fyrramálið.

Búist er við stormi, allt að 25 m/s, hvassast undir Eyjafjöllum og með ströndinni. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s, einkum undir Eyjafjöllum. 

Varasamt getur verið að vera á ferðinni, sérstaklega fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind, þar sem hálka getur verið á vegum. 

Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Fyrri greinGóður sigur í Grafarvoginum
Næsta greinSöfnuðu tæpum 400 þúsund krónum fyrir Gígju