Gul viðvörun: Stormur á Suðurlandi

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá klukkan 5 á fimmtudagsmorgun til klukkan 15 eftir hádegi.

Aðstæður verða varasamar fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi en gert er ráð fyrir austan og suðaustan 15-23 m/sek og snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 35 m/sek undir Eyjafjöllum.

Úrkoma fylgir lægðinni en í fyrstu verður slydda og snjókoma en þegar líður á daginn mun rigna. Á Hellisheiði verður snjókoma og blint í fyrstu en fer að rigna fyrir hádegi.

Á Suðausturlandi gildir viðvörunin frá klukkan 7 til 18.

Fyrri greinStokkseyri upp í 5. deild
Næsta greinSteypuvinna gekk vel en vegurinn áfram lokaður