Gul viðvörun: Stormur á Suðurlandi

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir frá klukkan 20 í kvöld, miðvikudagskvöld, til klukkan 22 á fimmtudagskvöld.

Gert er ráð fyrir suðaustan hvassviðri eða stormi, 15-25 m/sek. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/sek, einkum undir Eyjafjöllum og á sunnanverðu Reykjanesi.

Varasamt getur verið fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni og von gæti verið á afmörkuðum samgöngutruflunum.

Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Fyrri greinHryllilega glæsileg dagskrá á Þollóween
Næsta greinKolbrún Katla vann brons á EM