Gul viðvörun: Rok og rigning

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá klukkan 9 á sunnudagsmorgun til klukkan 16 síðdegis á sunnudag.

Búist er við suðaustan 13-18 m/sek þar sem hvassast verður við ströndina. Talsverð eða mikil rigning og lélegt skyggni. Varasamt verður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni og einnig fyrir gangandi og hjólandi ferðalanga.

Þá tekur Veðurstofan fram að ekkert ferðaveður verður á gossvæðinu í Merardölum á meðan viðvörunin er í gildi enda er reiknað með að svæðinu verði lokað.

Fyrri greinEitt mark í botnslagnum
Næsta greinEinar ráðinn sveitarstjóri Skaftárhrepps