Gul viðvörun: Rigning og vatnavextir

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir frá klukkan 2 aðfaranótt sunnudags til klukkan 17, síðdegis á sunnudag.

Viðvörunin er gefin út vegna mikillar rigningar sem er væntanleg, þannig að búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum, sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum.

Einnig má búast við auknu álagi á fráveitukerfi og er fólk hvatt til að sýna aðgát og huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.

Fyrri greinToppliðið hafði betur
Næsta greinÖruggur sigur í botnslagnum