Gul viðvörun: Norðan stormur með öflugum hviðum

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir fyrir Suðurland frá kl. 18 í kvöld og til miðnættis á fimmtudagskvöld.

Gert er ráð fyrir norðan 23-28 m/sek undir Eyjafjöllum og í Mýrdal með vindhviðum yfir 40 m/sek.

Undir austanverðum Vatnajökli og í Öræfum má búast við að hviður fari jafnvel yfir 45 m/sek með mögulegu sand- og grjótfoki.

Fólk er hvatt til að tryggja lausamuni til að forðast foktjón.

Fyrri greinUnnur Dóra áfram í vínrauðu
Næsta greinNýtt tímarit fyrir fagfólk í ferðaþjónustu