Gul viðvörun: Norðan stormur á sunnudag

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá klukkan 14 á sunnudag og fram til klukkan 4 á mánudagsmorgun.

Gert er ráð fyrir norðan hvassviðri eða stormi, 15-23 m/sek og vindhviðum staðbundið yfir 30 m/sek. Búast má við dálitlum éljum, einkum norðantil.

Aðstæður til ferðalaga verða varasamar, sérílagi fyrir farartæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Fyrri greinMatland segir söguna á bak við framleiðsluna
Næsta greinAkureyrar-Þórsarar höfðu betur