Gul viðvörun: Mikil rigning

Fólk er hvatt til þess að huga að niðurföllum. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá 12:00 í dag til kl. 4:00 í nótt.

Spáð er suðaustan og austan 8-13 m/sek og talsverðri eða mikilli rigningu.

Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum. Einnig er aukið álag á fráveitukerfi.

Fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.

Fyrri greinRafmagslaust eftir bilun í Þorlákshafnarlínu
Næsta greinBergrisinn og Sólheimar semja