Gul viðvörun: Líkur á samgöngutruflunum

Mynd/Veðurstofa Íslands

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir á Suðurlandi frá því klukkan 3 í nótt til klukkan 11 í fyrramálið.

Það þykknar upp og hvessir af norðaustan með morgninum en gert er ráð fyrir snjókomu eða slyddu, einkum á Hellisheiði og jafnvel í uppsveitum. Líkur eru á samgöngutruflunum á meðan veðrið gengur yfir.

Á Suðausturlandi gildir viðvörunin frá kl. 8 í fyrramálið til kl. 15. Hvassast verður í Öræfum og Mýrdal þar sem vindhviður geta náð 35-40 m/sek. Varasamt verður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni.

Fyrri greinTíu sækja um stöðu héraðsdómara
Næsta greinHrunamenn unnu grannaslaginn