Gul viðvörun: Leiðindaveður á laugardag

sunnlenska.is/Sigurður Jónsson

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir á Suðurland frá klukkan 13 á laugardag til klukkan 9 á sunnudagsmorgun.

Á laugardag og fram á laugardagskvöld er gert ráð fyrir 13-18 m/sek og skafrenningi en 18-25 m/sek og snjókomu syðst. Búast má við lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum, sérstaklega á Reynisfjalli.

Veðrið versnar á laugardagskvöld en frá klukkan 20 og fram á sunnudagsmorgun verður hríðarveður með snjókomu og skafrenningi og búast má við samgöngutruflunum. Hvassast verður undir Eyjafjöllum og í Mýrdalnum og þar má einnig búast við því að úrkoman verði mest. Undir Eyjafjöllunum má búast við að vindhviður slái í 40-45 m/sek.

Fyrri greinGuðrún ráðin yfirlæknir geðlækninga á HSU
Næsta greinÞremur leikjum frestað vegna COVID-19