Gul viðvörun í nótt

Mynd/Veðurstofa Íslands

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir fyrir Suðurland frá miðnætti til klukkan 6 í fyrramálið.

Gert er ráð fyrir austan 15-23 m/sek, en hvassara á stöku stað. Rigning verður við ströndina en slydda eða snjókoma inn til landsins og á fjallvegum.

Á Suðausturlandi er gula viðvörunin í gildi frá klukkan 2 í nótt til klukkan 8 í fyrrmálið.

Fyrri greinGlæsileg tónleikaröð á aðventunni
Næsta greinRagnheiður kjörin formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ