Gul viðvörun í nótt

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland og Suðausturland sem gildir í nótt og fram á morgun.

Á Suðurlandi er viðvörunin í gildi frá miðnætti til klukkan 8 í fyrramálið. Gert er ráð fyrir austan stormi eða roki, 18-23 m/sek en upp í 28 m/sek syðst. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll sem geta verið varhugaverðar fyrir vegfarendur, sérstaklega ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Á Suðausturlandi er viðvörunin í gildi frá klukkan 3 í nótt til klukkan 9 í fyrramálið. Þar má búast við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, einkum í Mýrdal og í Öræfum.

Fyrri grein210 í einangrun á Selfossi
Næsta greinHamar með sex leikmenn á skýrslu