Gul viðvörun í kvöld og nótt

sunnlenska.is/Jóhanna SH

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá klukkan 23 í kvöld til klukkan 6 á nýársdagsmorgun.

Það mun blása að vestan, 10-18 m/sek, og ganga á með dimmum og hvössum éljum og skafrenningi. Vaxandi vindur og aukin ofankoma verður á gamlárskvöld og nýársnótt

Vegagerðin telur líklegt að færðin geti spillst aðfaranótt nýársdags og samgöngutruflanir verði fram eftir degi á nýársdag. Óvissustig verður á Hellisheiði í nótt milli klukkan 2 og 4.

Fyrri greinSlæm byrjun kom í bakið á Þórsurum
Næsta greinNýir eigendur að Hótel Selfossi