Gul viðvörun: Hvassviðri og snjókoma

Mynd úr safni. Ljósmynd/Landsbjörg

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá klukkan 9 í fyrramálið til klukkan 1 aðfaranótt aðfangadags.

Gert er ráð fyrir austan og norðaustan 10-15 m/sek en 15-20 syðst, undir Eyjafjöllum og í Mýrdal.

Snjókoma með köflum og mögulega skafrenningur með erfiðum aktursskilyrðum, og á það sér í lagi við undir Eyjafjöllum og á veginum um Reynisfjall.

Fyrri grein„Ljósið sem fæðist í heiminn getur líka fæðst innra með okkur“
Næsta greinFjárfesta í olíukatli á tímum orkuskipta