Gul viðvörun: Hvassviðri og él

Mynd úr safni. Ljósmynd/Landsbjörg

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá klukkan 14 á þriðjudag til klukkan 2 aðfaranótt miðvikudags.

Gert er ráð fyrir suðvestan hvassviðri, 15-20 m/sek. Búast má við talsverðum éljagangi með skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum inntil landsins og til fjalla.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að afmarkaðar samgöngutruflanir séu líklegar, einkum á Hellisheiði. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Fyrri greinDavíð ráðinn verkefnastjóri
Næsta greinUpplestur og kynning á nýju verki í Kömbunum