Gul viðvörun: Hvassviðri og dimm él

Snjótittlingar úr Mýrdalnum grafa sig í fönn í einu óveðri vetrarins. Ljósmynd/Birna Viðarsdóttir

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá klukkan 12:30 á hádegi á morgun, miðvikudag, til klukkan 18:30 á miðvikudagskvöld.

Þá gengur í vestan 13-20 m/sek með dimmum éljum. Akstursskilyrði verða erfið og færð getur spillst.

Uppfært kl. 23:50

Fyrri greinYfir 130 bætingar á HSK mótum helgarinnar
Næsta greinVarhugaverðar aðstæður í Reynisfjöru