Gul viðvörun: Hríðarveður undir Eyjafjöllum

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna norðaustan hríðar undir Eyjafjöllum í kvöld og á morgun.

Viðvörunin tekur gildi kl. 22 í kvöld og gildir til kl. 21 á fimmtudagskvöld.

Gert er ráð fyrir norðaustan 13-20 m/sek og snjókomu undir Eyjafjöllum. Búast má við éljagangi og skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar.

Á Suðausturlandi tekur viðvörunin gildi kl. 17 í dag, þar er reiknað með 15-23 m/sek og snjókomu en hvassast verður í Öræfunum.

Fyrri greinSamið um við Fólkvang um snjómokstur
Næsta greinHeiðrún Anna og Heiðar Snær íþróttafólk Árborgar 2025