Gul viðvörun: Gæti komið til veglokana

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Suðurlandi sem gildir frá klukkan 15 í dag til klukkan 21 í kvöld.

Búist er við vestan hvassviðri eða stormi með vindhraða á bilinu 18-23 m/sek. Búast má við talsverðri snjókomu með skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum til fjalla í fyrstu en síðar á öllu svæðinu. Vindhviður yfir 40 m/sek verða undir Eyjafjöllum eftir klukkan 15, og í Öræfum frá klukkan 18 fram á nótt.

Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir eru líklegar og þannig eru Hellisheiði, Þrengsli og Lyngdalsheiði á óvissustigi frá klukkan 14 til 22 og þar gæti verið lokað með stuttum fyrirvara.

Óvissustig er á Suðurlandsvegi milli Markarfljóts og Víkur frá kl 15:00 til 22:00 og á milli Kirkjubæjarklausturs og Hafnar frá kl 18:00 til 06:00 og gæti komið til lokana með stuttum fyrirvara.

Fyrri greinSkellur í fyrstu umferð
Næsta greinMarkaskorarinn áfram í uppsveitunum