Gul viðvörun fram á kvöld

sunnlenska.is/Jóhanna SH

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá kl. 16 í dag til kl. 22 í kvöld.

Búist er við hvassri norðanátt og hviðum um og yfir 30 m/sek á Suðurstrandarvegi. Varasamt er að vera á ferðinni á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.

Í dag og fram að hádegi á morgun má einnig búast við hviðum um eða yfir 25 m/sek í Öræfum. Þar er sömuleiðis ekki ráðlegt að vera á ferðinni á stórum ökutækjum

Fyrri greinStórsigur Stokkseyringa
Næsta greinHamar tapaði á Egilsstöðum