Gul viðvörun – Endurtekið efni

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir fyrir Suðurland frá kl. 9 á laugardagsmorgun, til kl. 23 á laugardagskvöld.

Eins og í gær er gert er ráð fyrir austan og norðaustan hvassviðri eða stormi, 18-23 m/sek í Mýrdalnum og undir Eyjafjöllum. Búast má við mjög snörpum stuðbundnum vindhviðum, yfir 30 m/sek.

Varasamt verður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Stormurinn verður fyrr á ferðinni suðaustanlands, þar sem viðvörunin gildir frá kl. 5 í fyrramálið. Hvassast verður við Öræfajökul.