Gul viðvörun: Eldingar og brim í dag

Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi í dag á milli kl. 10 og 16. Reiknað er með versnandi veðri undir Eyjafjöllum um hádegi og verður Þjóðveginum mögulega lokað um tíma vegna óveðurs.

Gert er ráð fyrir austan hvassviðri eða stormi, 15-25 m/s. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið 35-40 m/s, einkum undir Eyjafjöllum milli kl. 12 og 15. Eru vegfarendur hvattir til að taka tillit til þessa við akstur á þessari leið en aðstæður verða varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Þá má einnig gera ráð fyrir sterkum vindhviðum við Lómagnúp á sama tíma.

Lágur loftþrýstingur er við landið og mikill áhlaðandi og allvíða mikið brim, og því eru auknar líkur á sjávarflóðum um landið sunnan- og austanvert í dag og eldingar geta fylgt veðrinu.

Fyrri greinStórgrýti féll úr Steinafjalli
Næsta greinStórt tap í fyrsta leik í Lengjunni