Gul viðvörun: Ekkert ferðaveður

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun um allt land frá sunnudagskvöldi fram á miðvikudagsmorgun.

Á Suðurlandi er gul viðvörun í gildi frá kl. 16:00 á mánudag til hádegis á þriðjudag.

Gert er ráð fyrir norðaustan 18-25 m/sek með stöku éljum og skafrenningi.

Hvassast verður á Hellisheiði, undir Ingólfsfjalli og Eyjafjöllum. Talsverðar líkur eru á samgöngutruflunum og ekkert ferðaveður að mati Veðurstofunnar.

Fyrri greinÍslandsmótið haldið á Hellu í sumar
Næsta greinBjörgunarsveitir aðstoðuðu ökumenn við Skjaldbreið