Gul viðvörun: Dimm él á fimmtudag

Mynd úr safni. Ljósmynd/Landsbjörg

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suður- og Suðausturland sem gildir frá klukkan 2 aðfaranótt fimmtudags til klukkan 6 á föstudagsmorgun.

Gert er ráð fyrir suðvestan 10-18 m/sek en staðbundið 15-23 m/sek með dimmum éljum og lélegu skyggni og búast má við erfiðum akstursskilyrðum.

Fyrri greinÍbúar Hrunamannahrepps orðnir fleiri en 900
Næsta greinSíðasta upplestrarkvöldið fyrir jól