Gul viðvörun – Austan stormur

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir fyrir Suðurland frá kl. 18 í kvöld til kl. 5 í fyrramálið.

Gert er ráð fyrir austan stormi, 18-23 m/sek en undir Eyjafjöllum verða staðbundnar vindkviður yfir 35 m/sek. Varasamt verður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni.

Stormurinn verður fyrr á ferðinni suðaustanlands, þar sem viðvörunin gildir frá kl. 17. Búast má við snörpum vindkviðum við fjöll, einkum í Öræfum og í Mýrdalnum.

Fyrri greinHef oft þurft bara að leggjast upp í sófa!
Næsta greinBanaslys í Lambafelli