Gul viðvörun: Austan stormur í fyrramálið

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland og Suðausturland vegna austan storms í fyrramálið.

Viðvörunin gildir á milli klukkan 6 og 12 en gert er ráð fyrir 15-25 m/sek og vindhviðum staðbundið yfir 35 m/sek. Hvassast verður syðst á svæðinu, undir Eyjafjöllum, í Mýrdalnum sem og austan Öræfa og varasamt ferðaveður.

Gul viðvörun er einnig í gildi á miðhálendinu. Þar verður ennþá meiri vindstyrkur, slydda eða rigning og mjög snarpar vindhviður.

Fyrri greinFæranlegar skólastofur fluttar á Eyrarbakka
Næsta greinJólasveinarnir koma á Selfoss