Gul viðvörun: Austan hvassviðri

Þjóðvegur 1 undir Eyjafjöllum. sunnlenska.is/Jóhanna SH.

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland vegna austan hvassviðris undir Eyjafjöllum og í Mýrdal á þriðjudag frá klukkan 12 til 20.

Gert er ráð fyrir austan 13-20 m/sek undir Eyjafjöllum og í Mýrdal með snörpum vindhviðum. Aðstæður verða varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Hægari vindur verður annars staðar á Suðurlandi.

Fyrri greinFramkvæmdir við nýja Ölfusárbrú ganga vel
Næsta greinMiklir vatnavextir að Fjallabaki