Gul viðvörun á Suðurlandi

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá kl. 19 í kvöld til kl. 6 í fyrramálið.

Gert er ráð fyrir allhvassri suðaustanátt, 13-18 m/sek í vindstrengjum, t.d. við ströndina og á Hellisheiði. Slíkur vindur getur verið varasamur fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Lausir munir geta fokið, t.d. trampólín sem ekki eru fest tryggilega. Einnig er búist við rigningu.

Fyrri greinSjö fluttir með þyrlum á sjúkrahús
Næsta greinStokkseyri og Árborg með sigra