Gul viðvörun á Suðurlandi

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá kl. 19 í kvöld til kl. 6 í fyrramálið.

Gert er ráð fyrir allhvassri suðaustanátt, 13-18 m/sek í vindstrengjum, t.d. við ströndina og á Hellisheiði. Slíkur vindur getur verið varasamur fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Lausir munir geta fokið, t.d. trampólín sem ekki eru fest tryggilega. Einnig er búist við rigningu.