Gul viðvörun á Suðurlandi

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir á laugardag, frá klukkan 9 að morgni til klukkan 18 að kvöldi.

Gert er ráð fyrir suðaustan 10-18 m/s og hviðum allt að 25 m/s, milli Markarfljóts og Víkur í Mýrdal.

Aðstæður gætu verið varasamar fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Fyrri greinFjórar sýningar opna í Listasafninu
Næsta greinLærisveinar Patreks sendu Íslandsmeistarana í sumarfrí