Gul viðvörun á laugardag

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland fyrir laugardaginn, sem gildir frá klukkan 9 í fyrramálið, til klukkan 23 annað kvöld.

Gert er ráð fyrir sunnan- og suðvestan 18-25 m/sek með snörpum vindhviðum við fjöll og einnig éljum um kvöldið með takmörkuðu skyggni.

Það getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi að vera á ferðinni og fólk er hvatt til að ganga frá lausum munum.

Á suðausturlandi er gul viðvörun í gildi frá kl. 21 í kvöld til kl. 3 í nótt og síðan aftur frá kl 14 á morgun, laugardag, til klukkan 1 aðfaranótt sunnudags.

Fyrri greinAmma vildi ekki að ég yrði drykkfelldur prestur
Næsta greinÞórsarar völtuðu yfir Valsmenn