Gul viðvörun á föstudagskvöld

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá klukkan 21 á föstudagskvöld til klukkan 3 aðfaranótt laugardags.

Gert er ráð fyrir austan 13-20 m/sek, en 18-23 undir Eyjafjöllum og snörpum vindhviðum þar. Einnig má búast við snjókomu eða slyddu með versnandi akstursskilyrðum.

Fyrri greinMartraðarbyrjun í Umhyggjuhöllinni
Næsta greinFyrsta skóflustungan að hátækni-landeldisstöð GeoSalmo