Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá klukkan 22 á föstudagskvöld og fram til klukkan 2 aðfaranótt laugardags.
Gert er ráð fyrir suðaustanátt, allhvössum vindi og talsverðri rigningu við suðurströndina og í Vestmannaeyjum.
„Tjöld geta fokið og fólk er hvatt til að huga að lausamunum. Snarpar vindhviður verða við fjöll og varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.

