Gul viðvörun á aðfangadag

Það verða gul jól á Suðurlandi en Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir aðfangadag vegna snjókomu.

Viðvörunin tekur gildi klukkan 9 í fyrramálið og gildir til miðnættis. Gert er ráð fyrir talsverðri snjókomu og austan og norðaustan 10-15 m/sek.

Sums staðar verður mikil ofankoma og búast má við versnandi færð og samgöngutruflunum.

UPPFÆRT KL. 14:57: Suðausturland er einnig orðið gult, frá klukkan 13 á aðfangadag til kl. 6 á jóladagsmorgun. Mesta snjókoman verður í V-Skaftafellssýslu en úrkomulítið austan Öræfa. Versnandi færð og líkur á samgöngutruflunum.

Fyrri greinTónlist og einstök jólastemning í miðbænum
Næsta greinGuðmunda dúxaði í FSu