Gufuvirkni minnkar á gosstöðvunum

Gufuvirkni hefur minnkað mikið í Eyjafjallajökli frá því sem var í síðustu viku.

Lítil virkni er í jöklinum, en hvít vatnsgufa steig upp frá eldstöðinni á miðvikudag og fimmtudag og steig hæst í um 2,5 kílómetra hæð.

Ský og mistur hafa hulið topp fjallsins í gær og í dag og er mikið öskufjúk á sunnanverðu landinu eins og fram hefur komið í fréttum.

Þetta kemur fram í stöðuskýrslu frá Veðurstofu og Jarðvísindastofnun HÍ.