Gufuveitan í Hveragerði biluð

Uppúr hádegi í dag varð bilun í gufuveitu Orkuveitu Reykjavíkur í Hveragerði. Bilunin nær til flest allra íbúa í Hveragerði.

Unnið er að viðgerð en óljóst er hve langan tíma viðgerðin mun taka.

Orkuveitan biður Hvergerðinga velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi bilun hefur á íbúa og biðjum þá að huga að því að hafa glugga lokaða sem og hurðir eins og hægt er til að halda hita á húsum sínum.

Fyrri greinSaumastofan á svið í Árnesi
Næsta greinDagbók lögreglunnar á Hvolsvelli: Talsverður erill