Gufuský í 2 km hæð

Ský og öskumistur hafa hulið topp Eyjafjallajökuls að mestu í dag en í morgun sáust hvít gufuský í um 2 km hæð úr vefmyndavél Mílu.

Mikið öskuryk er um sunnanvert landið. Svifryksmengun vegna öskunnar var mikil í Reykjavík eftir hádegi í gær og einnig um miðnættið.

Órói undir jöklinum hefur verið mjög svipaður síðustu daga en ennþá má sjá smátoppa á lægstu tíðnunum.