Gufan opnar 1. júlí

Fontana gufubaðið á Laugarvatni mun opna 1. júlí nk. en fyrstu áform gerðu ráð fyrir að opnað yrði um Hvítasunnuhelgina.

Að sögn framkvæmda­stjór­ans, Önnu Sverrisdóttur, er verkið væri á góðu róli en það hefði komið á daginn að erfiðara var að fá efni en menn væntu enda engin aðföng til í landinu lengur. Lager­staða efnissala væri orðin slík að það skapaði vandamál.