Guðrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Guðrún Hafsteinsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss í Hveragerði, sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Guðrún hlaut 2.183 atkvæði í 1. sætið eða um það bil 47% atkvæða.

Í öðru sæti er Vilhjálmur Árnason með 2.651 atkvæði í 1.–2. sæti.

Í þriðja sæti er Ásmundur Friðriksson með 2.278 atkvæði í 1.–3. sæti.

Í fjórða sæti er Björgvin Jóhannesson með 1.895 atkvæði í 1.–4. sæti.

Í fimmta sæti er Ingveldur Anna Sigurðardóttir með 2.843 atkvæði í 1.–5. sæti.

Í sjötta sæti er Jarl Sigurgeirsson með 2.109 atkvæði.

Alls greiddu atkvæði 4.647 manns. Gildir seðlar voru 4.533 og auðir og ógildir 114.

Níu frambjóðendur tóku þátt í prófkjörinu. Þau eru:
Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, Reykjanesbæ
Björgvin Jóhannesson, fjármálastjóri, Sveitarfélaginu Árborg
Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, Skaftárhreppi
Guðbergur Reynisson, framkvæmdastjóri, Reykjanesbæ
Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri, Hveragerði
Ingveldur Anna Sigurðardóttir, laganemi, Rangárþingi eystra
Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri, Vestmannaeyjum
Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri, Reykjanesbæ
Vilhjálmur Árnason, alþingismaður, Grindavík 

Fyrri greinFlóaskóli í 3. sæti í Skólahreysti
Næsta greinHeilsuefling eldra fólks