Guðrún Hafsteinsdóttir hefur tekið sæti sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Guðrún tók við lyklavöldum í dómsmálaráðuneytinu í dag af Jóni Gunnarssyni sem gegnt hefur embætti dómsmálaráðherra í 18 mánuði.
Guðrún er fædd á Selfossi 9. febrúar 1970. Hún lauk BA-próf í mannfræði HÍ 2008 og diplóma í hagnýtri jafnréttisfræði HÍ 2011. Guðrún starfaði um árabil hjá fjölskyldufyrirtækinu Kjörís í Hveragerði. Hún hefur gegnt fjölda trúnaðar- og stjórnarstarfa í fyrirtækjum og félögum og var um árabil atkvæðamikil innan Samtaka atvinnulífsins, hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna og Landssamtökum lífeyrissjóða.
Guðrún hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem fyrsti þingmaður Suðurlands frá kosningum árið 2021 og tók við embætti dómsmálaráðherra þann 19. júní 2023.