Guðrún Björk ráðin umhverfis- og garðyrkjustjóri

Guðrún Björk Benediktsdóttir. Ljósmynd/Rangárþing eystra

Guðrún Björk Benediktsdóttir hefur verið ráðin í nýtt starf umhverfis- og garðyrkjustjóra í Rangárþingi eystra.

Guðrún Björk útskrifaðist sem garðyrkjufræðingur úr Garðyrkjuskóla ríkisins árið 1996 og sem skrúðgarðyrkjumeistari úr Iðnskólanum í Reykjavík árið 1998. Auk þess er Guðrún með B.s. gráðu í umhverfis- og skipulagsfræðum frá Bændaskólanum á Hvanneyri.

Guðrún Björk var valin úr hópi sex umsækjenda og mun hefja störf 1. júlí næstkomandi.

Fyrri greinFjórir Selfyssingar í B-landsliði kvenna
Næsta greinÆgismenn á flugi