Guðni fékk 90,3% í Suðurkjördæmi

Guðni Th. Jóhannesson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn forseti Íslands í forsetakosningunum í gær. Hann sigraði Guðmund Franklín Jónsson með 92,2 prósentum atkvæða en Guðmundur hlaut 7,8 prósent atkvæða.

Kjörsókn í Suðurkjördæmi var 64,7% en alls greiddu 24.221 atkvæði í kjördæminu. Guðni fékk 90,3 prósent atkvæða eða 21.098 atkvæði en Guðmundur Franklín 9,7 prósent eða 2.276 atkvæði.

Auðir seðlar voru 656, eða 2,7% og ógildir 191, eða 0,8%.

Úrslit kosninganna á vef Ríkisútvarpsins.

Fyrri greinTap í fyrsta heimaleik Selfyssinga
Næsta greinGerðu góða ferð austur á land